31.8.2011 | 06:34
Framtíð Íslenskra heilbrigðis stofnana
Þessi Frábæri sérfræðingur hann Hróðmar er ásamt mörgum öðrum góðum sérfræðingum að flýa land
Ég þekki persónulega til hans verka þar sem hann var sérfræðingur sonar míns sem fæddist með hjartagalla og það er gríðaleg eftirsjá í þessum manni ekki nóg með það hvað kemur það að kosta að senda öll börn úr landi til að fá þessa þjónustu???
Sonur systur minnar er Læknir sem hyggur á sérfræðinám og er hann uggandi um sinn hag því að allir bestu sérfræðingarinr eru flúnir eða eru að flýa og þar með öll þekkingin líka
Sama er í nánast öllum Iðnaði líka
Þessi NorRæanuLausa HelferðarStjórn er búinn að koma af stað atgerfis flótta í öllumgeirum atvinnulífsins
Það eina sem þetta lið hugsar um er að hanga á völdum sama hvað það kostar þjóðina
ekki hefur vanta hvern lygafundinn á fætur öðrum sem ekkert hefur komið úr nema enn eitt kjaftæðið Og allir þessir hundruðir Starfshópa Nefnda sem þettalið hefur sett á laggirnar til að ,,, jamm gera hvað Svæfa málin ??? það eina sem hefur komið úr þessu kjaftæði er að Þaug hafa komið nokkur hundruðum flokkgæðinga í vinnu við ekki neitt á okkar kosnað.
Það þarf að koma 4flokkum frá núþegar
Laun sérfræðimenntaðra lækna mun hærri erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Ágústsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- sufferingrelief
- CieAura þessir CieAura PureRelief Holographic Chips hava gefið mér nýtt líf
- verslun þar sem ekki er hægt að senda til Íslands þá vinsamlega sendið línu á magoo@internet.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér nafni. Það þarf að koma fjórFLOKKNUM frá ekki seinna en strax og taka allt ræningjahyskið af launskrá skattgreiðenda.
Magnús Sigurðsson, 31.8.2011 kl. 07:34
Það er della að á Íslandi hafi sérfræðilæknar lægri laun en annarsstaðar. Þeir mjólka ríkið grimmt á prívatstofum en væla svo yfir lágum launum á sjúkrahúsunum þar sem þeir manna ekki stöðurnar því þeir hafa svo mikið að gera í prívatvinnunni við að mjólka ríkið. Kannski ekki allir - en margir. Nú þegar 8 mánuðir eru liðnir af árinu hafa sérfræðilæknar farið rúmlega 2 milljarða fram úr fjárhagsáætlunum og voru þær rúmar fyrir. Og á Íslandi er ekki læknaskortur. Það er ráðningabann vegna þess að allt er yfirfullt af læknum. Legg til að almenningur fari að horfa gagnrýnni augum á heilbrigðiskerfið og lygina sem verið er að troða ofan í fólk um læknaskort og þörf á að byggja monsterstórt sjúkrahús fyrir lækna - er það ekki mótsögn í sjálfu sér.
Dagný, 31.8.2011 kl. 09:16
Kæra Dagný og aðrir sem vilja vita meira um laun og aðbúnað sérfræðilækna á Íslandi.
Á Íslandi er víst læknaskortur. Á undanförnum mánuðum hafa t.d. læknar á vökudeild Barnaspítalans þurft að standa nætur- og helgarvaktir í sumarfríunum sínum því ekki eru starfandi nógu margir læknar á deildinni til að manna vaktir á þessari einu gjörgæsludeild landsins fyrir fyrirbura. Á Íslandi vantar sérfræðinga í ýmsum fleirum greinum og einnig vantar heimilislækna víða um land. Það er meira að segja mikill skortur á þeim á höfuðborgarsvæðinu.
Varðandi það að sérfræðilæknar hafi farið fram úr fjárlögum er rétt að benda á eftirfarandi:
Framlög til sérfræðilæknaþjónustu voru skorin niður um fleiri tugi prósenta (um 40%) fyrir u.þ.b. ári síðan svo ekki er að undra þótt kostnaðurinn sé kominn fram úr áætlun. Sérfræðilæknar geta ekki blóðmjólkað kerfið meira en eftirspurnin eftir þeim býður upp á. Auk þess eru til útreikningar hjá sjálfu Velferðarráðuneytinu sem sýna svart á hvítu að sérfræðilæknaþjónusta, veitt á stofum sérfræðinga, er töluvert ódýrari á hvern sjúkling heldur en koma sjúklings á heilsugæslustöð, svo undarlega sem það kann að hljóma. Þetta er staðreynd. Þetta er því mjög ódýr þjónusta fyrir ríkið, sem veit vel af því og hefur þess vegna ekki lagt þessa þjónustu niður.
Að launum sérfræðilækna. Laun sérfræðinga hérlendis fyrir fulla dagvinnu á spítala geta hæst orðið um 550 þúsund m.v. lengstu starfsreynslu (byrjunarlaun læknis eru 302 þúsund). Sérfræðilæknar koma heim úr sérnámi, sem hefur verið þeim kostnaðarsamt sökum búferlaflutninga og aðlögunar fjölskyldu í tvígang, oftast í kringum fertugt eða seinna, og fara þá fyrst að hafa tekjur sérfræðings (sem byrja þá í tæplega 450 þúsundum) sem sumum finnst óviðeigandi. Þeirra starfsævi er því mun styttri en flestra annarra stétta.
Sérfræðingur sem er á stofu einn dag í viku getur mest verið í 80% vinnu á spítalanum, sem gefur því um 350-440 þúsund á mánuði eftir starfsreynslu. Fyrir stofuvinnuna fær hann e.t.v. heldur betur greitt en á spítalanum, en að sá launamunur sé margfaldur er tóm vitleysa, þau laun liggja í mesta lagi um 15-20% yfir spítalataxtanum. Það má nefnilega ekki gleyma því að sú greiðsla sem kemur til sérfræðilæknis fyrir stofuvinnu og greidd er af Sjúkratryggingum Íslands, eru í raun verktakagreiðslur og eru þar af leiðandi ekki laun sérfræðingsins, heldur á hann eftir að greiða af þeim kostnað vegna leigu á húsnæði læknastofunnar, kostnað vegna rekstrar hennar (afgreiðsla, ritarar, þrif, tölvu-, pappírs-, póst-, símakostnaður svo fátt eitt sé talið), bókhalds- og endurskoðendakostnaður og síðast en ekki síst þarf að greiða af þeim tækjum og tólum sem sérfræðilæknirinn notar á stofunni, en það eru tæki á borð við ómsjár sem kosta fleiri tugi milljóna, speglunartæki, hjartalínurit svo fátt eitt sé nefnt. Allan þennan kostnað þarf læknirinn að greiða áður en hægt er að greiða laun. Þetta gleymist ekki oft heldur alltaf þegar laun sérfræðilækna ber á góma.
Ef læknir vinnur auk þess vaktavinnu, sem er nota bene til viðbótar við dagvinnuna á spítalanum, fær hann að sjálfsögðu greitt fyrir unnar klukkustundir, en svo ég taki aftur dæmið af lækni á nætur- eða helgarvakt á vökudeildinni, þá fær þessi sérfræðingur innan við 4000kr á tímann í þeirri vinnu, sem felur í sér mikla viðveru og yfirsetu yfir gjörgæsluveikum nýburum. Ég þekki ekki neinn iðnaðarmann, þaðan af síður lögfræðing, sem tekur svona laun fyrir dagvinnu, hvað þá næturvinnu.
Í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið, fær sérfræðimenntaður læknir í fullri dagvinnu á sjúkrahúsi, gjarnan um 60-65 þúsund sænskar krónur á mánuði, sem eru um 1,1 - 1,2 milljónir á mánuði. Svo það er ekki della að laun lækna á Íslandi séu lægri en annars staðar. Auk þess er kaupmátturinn í Svíþjóð töluvert meiri en á Íslandi sem gerir það að verkum að í raun er þessi munur enn meiri.
Þetta er að sjálfsögðu ástæða þess að afar fáir nýir sérfræðingar koma til landsins, til þess eins að taka á sig meira en tvöfalda launalækkun til viðbótar við það að þurfa að kaupa sér húsnæði á verðtryggðum lánum sem þenjast út í hverjum mánuði. Þetta er líka ástæða þess að harðfullorðið fólk í læknastéttinni, tekur sig upp með stórar fjölskyldur og flytur erlendis. Slíkt gera fæstir að gamni sínu. Vinnuumhverfið hér er þungt og niðurdrepandi sem stendur.
Þetta eru staðreyndir og þessu er hér með komið á framfæri.
Yrsa Björt Löve, 31.8.2011 kl. 10:21
"Í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið, fær sérfræðimenntaður læknir í fullri dagvinnu á sjúkrahúsi, gjarnan um 60-65 þúsund sænskar krónur á mánuði, sem eru um 1,1 - 1,2 milljónir á mánuði. Svo það er ekki della að laun lækna á Íslandi séu lægri en annars staðar. Auk þess er kaupmátturinn í Svíþjóð töluvert meiri en á Íslandi sem gerir það að verkum að í raun er þessi munur enn meiri."
Matt ekki tvitelja muninn, kaupmattur i Svitjodi er hærri tar sem launin er hærri, ekki vegna tess ad tad er svona miklu odyrara ad bua tarna, nu by eg i Noregi og fæ mjog vel borgad a islenskum mælikvarda, samt lifi eg ekki eins og einhver kongur, i raun er launamunurinn minni tar sem matur, husnædi, rafmagn, bilar, bensin, keypt tjonusta er lika dyrari.
Ingvar (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 11:12
Ekki alls kostar rétt heldur. Hér í Svíþjóð er flest ef ekki allt það sem þú telur upp mun ódýrara en í Noregi. Matur er á svipuðu verði og heima, en öll raftæki, heimilistæki og fatnaður er mun ódýrari. Auk þess eru leikskólagjöld lægri en á Íslandi, skólamáltíðir eru ókeypis, börn fá öll námsgögn í skólanum, kostnaður við heilbrigðisþjónustu er lægri, ókeypis tannlæknakostnaður fyrir börn. Tryggingar eru lægri og hér er óþarfi að eiga tvo bíla. Það eina sem er dýrara hér er rafmagnið og það hefur nú hækkað allverulega á Íslandi undanfarið. Fólk fær 30% af öllum greiddum vöxtum endurgreidda svo það komi fram líka. Ekki ber að gera lítið úr hryllilegum áhrifum verðtryggingar á lán heldur, en verðtrygging fyrirfinnst ekki hér.
Aðalsönnun þess er að hér lifir 5 manna fjölskylda vel á einum launum sérfræðings en það var fjarri lagi á Íslandinu góða.
Yrsa Björt Löve, 31.8.2011 kl. 11:39
Ég hef í raun ekkert um Launin að seigja en það er staðreynd að það er brostinn á atgerfis flótti
Læknar eru að flýa tvennt annarvegar Launin og hinsvegar Starfsumhverfið
Iðnaðarmenn fara í þúsundatali vegna þess að ekkert er að gerast í uppbyggingu á landinu
Stöðnunin er algjör
Magnús Ágústsson, 31.8.2011 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.